Ég er búin að vera frekar tussuleg síðustu viku, það gæti verið tilfinningalegt þar sem að ég missti afa minn fyrir viku síðan en úthaldið sem ég var orðin svo montin yfir eftir 3 mánaða þrotlausar æfingar og aga hefur ekki verið til staðar. Ég hef engu breytt svo ég er farin að hallast að því að um væg ofþjálfunareinkenni sé að ræða.
Ég er búin að eiga erfitt með svefn, aldrei neitt sérstaklega svöng (passa mig samt alltaf á að borða eins og ég er vön), mjög utanvið mig, úthaldið búið að falla niður um mörg stig, hef lítinn áhuga á að fara á æfingu og finnst nánast leiðinlegt (það hefur ekki gerst einn einasta dag síðustu 3 mánuði).
Þess vegna er planið hjá mér að taka því rólega á morgun og mánudaginn og sjá hvernig mér líður! :)
Ég er ekkert búin að vera dugleg að prófa nýjar uppskriftir en ég þarf að láta hér inn uppskrift að rugl góðri döðlu-möndlu-súkkulaðiköku sem ég prófaði um daginn, ég var svo æst í að prófa hana að ég gleymdi að taka mynd af henni áður en ég gúffaði hana þannig að ég tek mynd af henni þegar ég geri hana næst ;)
Eins og þið vitið eflaust flest þá er ég búin að vera að taka út hvítan sykur og hvítt hveiti og það er búið að ganga svona stórkostlega vel í 3 mánuði .. en eins og ég hef sagt áður þá er þetta fyrst og fremst lífsstílsbreyting! Það sem lífsstílsbreyting felur í sér er að sleppa öllu út sem maður er tilbúinn til og heldur að maður geti sleppt til framtíðar. Þess vegna dreg ég línuna með sykurinn þar sem mér finnst hún eiga að vera, ég t.d hef alveg keypt pastasósur sem eru með sykri í innihaldslýsingunni, og ég leyfi mér hluti sem eru með agave-sýrópi eða hunangi (í hófi samt sem áður). Ég er mjög ánægð með það hvar ég er stödd í þessari lífsstílsbreytingu í dag, ég er ekki komið með leið og ég hef STJÓRN á mér sem er auðvitað stærsti sigurinn.
Þessi töffari býður mín á morgun! Já ég ætla að fá mér páskaegg, Já það er sykur í páskaeggi .. en páskarnir eru einu sinni á ári og ég er ekki tilbúin til að sleppa páskaeggi "for the rest of my life" .. þess vegna ætla ég að borða það með góðri samvisku því á meðan matarræðið mitt er 95% á réttu róli þá er allt í lagi að þessi 5% læðist með við ákveðin tilefni. Lífstílsbreytingar mega ekki vera leiðinlegar og þótt það taki aðeins lengri tíma að ná markmiðunum (og leyfa sér smá lúxus við og við) þá er það miklu skemmtilegra .. það er ekki þess virði að eyða tíma af lífinu í að vera óhamingjusamur vegna þess að þú "mátt ekki borða þetta" og þú "mátt ekki borða hitt" .. þá er líka miklu líklegra að lífstílsbreytingin fari í vaskinn á endanum því þú gefst bara upp! :)
Þetta er allt spurning um að finna jafnvægi með sjálfum sér, það er ekki hægt að gera alveg eins og Gunna í næstu götu, eða Palli fyrir norðan því maður verður að finna hvað hentar manni sjálfum, andlega og líkamlega.
Gleðilega páska allir! :*