Saturday, March 30, 2013

Ofþjálfun?

.. getur mögulega verið að ég sé með ofþjálfunareinkenni hugsaði ég með sjálfi mér á æfingu í dag?

Ég er búin að vera frekar tussuleg síðustu viku, það gæti verið tilfinningalegt þar sem að ég missti afa minn fyrir viku síðan en úthaldið sem ég var orðin svo montin yfir eftir 3 mánaða þrotlausar æfingar og aga hefur ekki verið til staðar. Ég hef engu breytt svo ég er farin að hallast að því að um væg ofþjálfunareinkenni sé að ræða.
Ég er búin að eiga erfitt með svefn, aldrei neitt sérstaklega svöng (passa mig samt alltaf á að borða eins og ég er vön), mjög utanvið mig, úthaldið búið að falla niður um mörg stig, hef lítinn áhuga á að fara á æfingu og finnst nánast leiðinlegt (það hefur ekki gerst einn einasta dag síðustu 3 mánuði).
Þess vegna er planið hjá mér að taka því rólega á morgun og mánudaginn og sjá hvernig mér líður! :)

Ég er ekkert búin að vera dugleg að prófa nýjar uppskriftir en ég þarf að láta hér inn uppskrift að rugl góðri döðlu-möndlu-súkkulaðiköku sem ég prófaði um daginn, ég var svo æst í að prófa hana að ég gleymdi að taka mynd af henni áður en ég gúffaði hana þannig að ég tek mynd af henni þegar ég geri hana næst ;)

Eins og þið vitið eflaust flest þá er ég búin að vera að taka út hvítan sykur og hvítt hveiti og það er búið að ganga svona stórkostlega vel í 3 mánuði .. en eins og ég hef sagt áður þá er þetta fyrst og fremst lífsstílsbreyting! Það sem lífsstílsbreyting felur í sér er að sleppa öllu út sem maður er tilbúinn til og heldur að maður geti sleppt til framtíðar. Þess vegna dreg ég línuna með sykurinn þar sem mér finnst hún eiga að vera, ég t.d hef alveg keypt pastasósur sem eru með sykri í innihaldslýsingunni, og ég leyfi mér hluti sem eru með agave-sýrópi eða hunangi (í hófi samt sem áður). Ég er mjög ánægð með það hvar ég er stödd í þessari lífsstílsbreytingu í dag, ég er ekki komið með leið og ég hef STJÓRN á mér sem er auðvitað stærsti sigurinn.

Þessi töffari býður mín á morgun! Já ég ætla að fá mér páskaegg, Já það er sykur í páskaeggi .. en páskarnir eru einu sinni á ári og ég er ekki tilbúin til að sleppa páskaeggi "for the rest of my life" .. þess vegna ætla ég að borða það með góðri samvisku því á meðan matarræðið mitt er 95% á réttu róli þá er allt í lagi að þessi 5% læðist með við ákveðin tilefni. Lífstílsbreytingar mega ekki vera leiðinlegar og þótt það taki aðeins lengri tíma að ná markmiðunum (og leyfa sér smá lúxus við og við) þá er það miklu skemmtilegra .. það er ekki þess virði að eyða tíma af lífinu í að vera óhamingjusamur vegna þess að þú "mátt ekki borða þetta" og þú "mátt ekki borða hitt" .. þá er líka miklu líklegra að lífstílsbreytingin fari í vaskinn á endanum því þú gefst bara upp! :)

Þetta er allt spurning um að finna jafnvægi með sjálfum sér, það er ekki hægt að gera alveg eins og Gunna í næstu götu, eða Palli fyrir norðan því maður verður að finna hvað hentar manni sjálfum, andlega og líkamlega.


Gleðilega páska allir! :*

Tuesday, March 12, 2013

Mæling #3

Fór í mælingu síðasta föstudag .. 8.mars



Dags.
Þyngd
Fita%
BMI
Brjóst
Mitti
Magi
Mjaðmir
Læri
Handl.
10/1
72,4
32,1
27,9
96
78
86/91
101
61
31/33
9/2
69,5
29,0
26,8
92
75
82/88
97
58
28,5/31
8/3
69,1
27,8
26,6
88
72,5
79,5/86
94
57
28/30,5



Eins og þið sjáið þá eru einhverjar framfarir. Það er alveg eðlilegt að mæling 3 sé ekki eins brjálæðislega "flott" eins og mæling 2 því nú er ég að berjast við þessi leiðinlegu 5-10 kg.

Eins og margir vita líka þá er vigtin ekki allt og það er kannski ekki alveg raunsætt að miða við hana því vöðvar eru jú þyngri en fita en þess vegna erum við með fituprósentuna þarna til viðmiðunar líka og svo er ummálsmælingin mjög flottur faktor í þessu öllu.

Ég hélt uppá þessa mælingu með því að máta buxur sem ég kom ekki upp annað lærið fyrir síðustu jól og viti menn ég gat heppt þeim áreynslulaust .. ekki amalegt það :D
en ég er hvergi nærri hætt, ég er enn stútfull af metnaði og stend ennþá föst á því að klára þetta markmið þótt að ég nái kannski ekki alveg -13 kg á vigtinni séð .. en 13 kg af fitu skulu það vera sem fá að fjúka!! :D

Ég vil þakka henni Telmu www.fitubrennsla.is innilega fyrir stuðninginn í gegnum þetta ferli, búið að vera mér ómetanlegt og hún veit sko alveg hvað hún syngur ;) .. hlakka til að halda áfam að vinna með henni og komast þannig á leiðarenda! :)



Lítill lasarus! ..

.. já það er ég!
Búin að vera lasin síðan ég kom heim frá Akureyrinni góðu á sunnudaginn. Var þar yfir helgina með unglingana mína úr vinnunni í skíðaferð (félagsmiðstöðin Púgyn).

Ég eyddi deginum mínum í dag í að horfa á myndina "Food Inc,, og "Hungry for a change,,
Ég gafst nú reyndar upp á "Food Inc,, eftir hálftíma því hún fjallar að mestum hluta um verksmiðjuframleiðslu í bandaríkjunum. Hvernig búið er að skemma allar kjötafurðir o.fl. Ég vildi ekki lifa mig og mikið inní hana því ég vil trúa því að við á íslandi séum ennþá hullt fyrir svona vitleysu og ég kaupi alltaf íslenskar afurðir.

"Hungry for a change,, er hinsvegar hin fullkomna mynd til að hjálpa fólki eins og mér að halda sér við efnið eða til að byrja að gera lífstílsbreytingar. Hún fjallar aðallega um það hve sykur er hættulegur og hvernig hann er að valda sjúkdómum í dag. Ég hvet ALLA til að horfa á þessa mynd því það er búið að heilaþvo okkur frá blautu barnsbeini varðandi þessa hluti.

Ég mæli líka með þessu bloggi http://authoritynutrition.com/ hann Kristján er algjör snillingur að setja hlutina fram idiot-proof þannig að ALLIR geti skilið.
Birtist líka grein inná bleikt.is áðan http://bleikt.pressan.is/lesa/kristjan-mar-ruslmatarfikn-er-alveg-eins-og-eiturlyfjafikn/

Það er svo gott að vita að maður sé ekki einn í heiminum og að það séu fleiri sem að eru að komast í gegnum lífið með þessa fíkn á öxlunum.

Annars er ekkert búið að vera að gerast í matarmálunum hjá mér, ég er komin með svona þægilegar uppskriftir sem ég reyði mig svolldið á og hef því ekki verið að prófa neitt nýtt í smá tíma en það þýðir ekki að ég sé hætt .. langt í frá :)

-Andrea