Tuesday, March 12, 2013

Mæling #3

Fór í mælingu síðasta föstudag .. 8.mars



Dags.
Þyngd
Fita%
BMI
Brjóst
Mitti
Magi
Mjaðmir
Læri
Handl.
10/1
72,4
32,1
27,9
96
78
86/91
101
61
31/33
9/2
69,5
29,0
26,8
92
75
82/88
97
58
28,5/31
8/3
69,1
27,8
26,6
88
72,5
79,5/86
94
57
28/30,5



Eins og þið sjáið þá eru einhverjar framfarir. Það er alveg eðlilegt að mæling 3 sé ekki eins brjálæðislega "flott" eins og mæling 2 því nú er ég að berjast við þessi leiðinlegu 5-10 kg.

Eins og margir vita líka þá er vigtin ekki allt og það er kannski ekki alveg raunsætt að miða við hana því vöðvar eru jú þyngri en fita en þess vegna erum við með fituprósentuna þarna til viðmiðunar líka og svo er ummálsmælingin mjög flottur faktor í þessu öllu.

Ég hélt uppá þessa mælingu með því að máta buxur sem ég kom ekki upp annað lærið fyrir síðustu jól og viti menn ég gat heppt þeim áreynslulaust .. ekki amalegt það :D
en ég er hvergi nærri hætt, ég er enn stútfull af metnaði og stend ennþá föst á því að klára þetta markmið þótt að ég nái kannski ekki alveg -13 kg á vigtinni séð .. en 13 kg af fitu skulu það vera sem fá að fjúka!! :D

Ég vil þakka henni Telmu www.fitubrennsla.is innilega fyrir stuðninginn í gegnum þetta ferli, búið að vera mér ómetanlegt og hún veit sko alveg hvað hún syngur ;) .. hlakka til að halda áfam að vinna með henni og komast þannig á leiðarenda! :)



No comments:

Post a Comment