.. já það er ég!
Búin að vera lasin síðan ég kom heim frá Akureyrinni góðu á sunnudaginn. Var þar yfir helgina með unglingana mína úr vinnunni í skíðaferð (félagsmiðstöðin Púgyn).
Ég eyddi deginum mínum í dag í að horfa á myndina "Food Inc,, og "Hungry for a change,,
Ég gafst nú reyndar upp á "Food Inc,, eftir hálftíma því hún fjallar að mestum hluta um verksmiðjuframleiðslu í bandaríkjunum. Hvernig búið er að skemma allar kjötafurðir o.fl. Ég vildi ekki lifa mig og mikið inní hana því ég vil trúa því að við á íslandi séum ennþá hullt fyrir svona vitleysu og ég kaupi alltaf íslenskar afurðir.
"Hungry for a change,, er hinsvegar hin fullkomna mynd til að hjálpa fólki eins og mér að halda sér við efnið eða til að byrja að gera lífstílsbreytingar. Hún fjallar aðallega um það hve sykur er hættulegur og hvernig hann er að valda sjúkdómum í dag. Ég hvet ALLA til að horfa á þessa mynd því það er búið að heilaþvo okkur frá blautu barnsbeini varðandi þessa hluti.
Ég mæli líka með þessu bloggi http://authoritynutrition.com/ hann Kristján er algjör snillingur að setja hlutina fram idiot-proof þannig að ALLIR geti skilið.
Birtist líka grein inná bleikt.is áðan http://bleikt.pressan.is/lesa/kristjan-mar-ruslmatarfikn-er-alveg-eins-og-eiturlyfjafikn/
Það er svo gott að vita að maður sé ekki einn í heiminum og að það séu fleiri sem að eru að komast í gegnum lífið með þessa fíkn á öxlunum.
Annars er ekkert búið að vera að gerast í matarmálunum hjá mér, ég er komin með svona þægilegar uppskriftir sem ég reyði mig svolldið á og hef því ekki verið að prófa neitt nýtt í smá tíma en það þýðir ekki að ég sé hætt .. langt í frá :)
-Andrea
No comments:
Post a Comment