Fyrir 5
5 kjúklingabringur
1 poki spínat
1 1/2 krukka fetaostur
Salt
Pipar
Aðferð:
1. Hakkið spínatið í matvinnsluvél/hakkara
2. Setjið spínatið í skál og hellið fetaostinum útí, ásamt olíunni
3. Skerið inní miðjuna á kjúklingabringunum og troðið spínat/feta-maukinu inní bringurnar
4. Steikið á pönnu þar til bringurnar eru orðnar gylltar.
5. Setjið inní ofn á 200°C í 30-40 mín.
Sætar kartöflur
3 sætar kartöflur
Olía
Krydd
Aðferð:
1. skerið sætu kartöflurnar í strimla
2. setjið kartöflurnar í skál, hellið vel af olíu yfir þær
3. setjið dass af pipar, salti, mexican chili, papriku og timian útá og hrærið vel
4. hellið kartöflunum á bökunarplötu (með smjörpappír undir)
5. bakið við 200°C í 40 mín.
Ég skellti kartöflunum og kjúllanum inn á sama tíma og lét malla í 40 mín .. volá
Ennþá betra daginn eftir .. *slurp*
No comments:
Post a Comment