Sunday, February 3, 2013

*Alt mulig súpa*

Við hötum ekki súpurnar ... Aron fór í endajaxlatöku á föstudaginn greyið og þess vegna skellti ég í eitt stykki alt mulig súpu .. notaði s.s fullt af grænmetisafgöngum úr ísskápnum og bjó til þessa dýrindis súpu.

Það er nú ekki nein sérstök uppskrift að þessari súpu heldur er þetta bara dass af þessu og hinu :)
Súpurnar mínar hafa hinsvegar alltaf þennan mexíkóska keim sem ég elska

* 1 rauðlaukur
* 4 hvítlauksrif
(steikt saman í pottinum með dass af ólífuolíu)
* 1 sæt kartafla
* 1 rauð paprika
* 4 gulrætur
*  1/2 blómkálshaus
* 6 sveppir
(steikt örstutt með lauknum)
*1 dós hakkaðir tómatar
* 1 dós tómatpúrra
* Vatn (veit ekkert hvað ég setti mikið, setti alveg helling þangað til mér fannst vera komið nóg)
* 1 grænmetiskraftur
* Pipar
* Sjávarsalt
* Mexican chili powder
* Paprikukrydd
*4 kjúllabringur skornar og steiktar á pönnu og sett útí
* Dass af heilhveiti-pasta

Afgöngunum var svo slátrað í kvöld! ... súpur klikka ekki þegar það er svona vibba veður úti og maður er búinn að vera með hroll í líkamanum frá því í morgun. Ekkert betra en að sitja uppí sófa með sæng og súpu og horfa á gott sjónvarpsefni .. það má nú stundum slappa af :)

Næsta vika verður tekin með trompi því það fer að styttast í fyrstu árangursmælinguna .. obb obb ;)


No comments:

Post a Comment