Meatza (meat crust pizza)
Innihald/Botn:
500 g hreint nautahakk
1 egg
Salt & pipar
Chillikrydd (má sleppa)
Álegg:
Tómatssósa
Pizza/spaghetti krydd
1/2 laukur
1 paprika
125 g sveppir
125 g ostur
Aðferð:
1. blandið í skál nautahakkinu, egginu, salt & pipar og chillikrydd.
2. Takið blönduna og þjappið henni á bökunarpappír á bökunarplötu. Betra að hafa botninn eins þunnan og hægt er
3. Bakið botninn í ofni, 180°C í 20-30 mín
4. látið kólna um nokkrar mín og setjið svo áleggið á.
5. bakið við 180°C í 15-20 mín.
Næst þegar ég geri þessa uppskrift þá ætla ég að setja hvítlauk og jalapenjo í hakkblönduna sjálfa þar sem að botninn var frekar bragðlaus. Einnig ætla ég að prófa að nota salsasósu í staðin fyrir tómatsósu. Annars var þetta bara þrælgott og skemmtileg tilbreyting!! :D
No comments:
Post a Comment