Svo ótrúlega auðvelt að hrissta þetta fram úr annarri erminni og svo milljón sinnum betra en keyptar tortillur.
5 dl heilhveiti
2 msk sesamfræ
1 tsk sjávarsalt
1/2 dl kaldpressuð ólífuolía
200 ml heitt vatn
* Sjóðið vatnið
* Blandið saman þurrefnum
* Setjið olíuna útí og svo vatnið
* Hrærið öllu saman með skeið eða sleif og hnoðið svo í höndunum en passið að hnoða ekki of mikið þá verður deigið seigt.
* Búið til pyslu úr deginu og skerið í 10-12 bita
* Fletjið hvern og einn út þunnt og passi ðað setja hveiti undir svo deigið festist ekki við borðið
* Bakið á pönnu við tiltölulega háan hita (samt ekki of háan) í um 30 sek á hvorri hlið
Ég næ yfirleitt bara 6-8 kökum úr einni uppskrift, annaðhvort á ég ekki nógu magnað kökukefli eða að deigið mitt verður of seigt þannig að ég næ ekki að rúlla nógu vel úr því.
Fylling:
*nautahakk
*salat
*paprika
*gúrka
*tómatar
*gular baunir
*salsa
*sýrður rjómi
Klikkar ekki!! :D
No comments:
Post a Comment