Thursday, February 28, 2013

*Fiskibollur frá grunni með hvítlaukskartöflumús*

Gerði fiskibollur á mánudaginn .. frá grunni .. drottinn minn dýri hvað þær voru góðar!!

Fiskibollur m/hvítlaukskartöflumús a la Heilsuréttir Fjölskyldunnar

Fyrir 6
1 kg þorskur (ég notaði ýsu)
1 stór laukur
4.msk kartöflumjöl
2-3 dl mjólk, hrísmjólk eða kókosmjólk (ég notaði léttmjólk)
1 msk sjávarsalt
1 msk kókosolía, fljótandi (látið volgt vatn renna á krukkuna svo olían bráðni)
1 egg
1 1/2 tsk hvítur pipar (ég notaði svartan)
3 hvítlauksrif, kramin í hvítlaukspressu (ég saxaði það bara smátt og skellti í)
börkur af hálfri sítrónu, fínt rifinn og svolítill sítrónusafi (má sleppa - ég sleppti)
2 msk kókosolía, jómfrúarólífuolía eða íslenskt smjör til steikingar.

Aðferð:
1. Byrjið á að skera fisk og lauk í hæfilega bita til þess að þeir passi í hakkavélina
2. Hakkið svo fiskinn og lauk saman
3. Setjið í hrærivél ásamt öllu öðru hráefni og hrærið saman
4. Hitið pönnu á meðalháan hita og setjið olíu/smjör út á pönnuna
5. Formið bollur með skeið og leggið á pönnuna
6. Steikið vel þar til bollurnar eru gullinbrúnar á öllum hliðum.

Þess má til gamans geta að ég á hvorki hakkavél né hrærivél. Ég á litla græju sem mixar saman og tókst mér á endanum að nota hana til að hakka fiskinn og laukinn svo notaði ég bara sleif til að mixa restina saman. Það er klárlega miklu auðveldara að gera þetta í matvinnsluvél og hrærivél en ég bý bara ekki svo vel og þá þarf að redda sér :)

Hvítlaukskartöflumús

600 gr kartöflur, skrældar
3 hvítlauksgeirar, afhyddir
1/2 tsk sjávarsalt
100 gr íslenskt smjör

1. Skrælið kartöflurnar og setjið í pott með vatni. Bætið hvítlauk og salti og sjóðið uns kartöflurnar eru mauksoðnar
2. Hellið vatni af og stappið kartöflurnar og hvítlaukinn með smjöri.

Ég skrældi kartöflurnar eftirá og það virtist ekki skipta máli .. smakkaðist súúper vel. 

No comments:

Post a Comment