Skellti í Kókos-hafra-súkkulaði klatta í tilefni konudagsins :)
Innihald:
1 dl kaldpressuð kókosolía eða ólífuolía
1/2 bolli pálmasykur/lífrænt agave-síróp/hungang/óunninn hrásykur
2 hamingjusöm egg
1 bolli gróft spelt
2 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk sjávarsalt
1 1/2 tsk kanill
2-3 bollar haframjöl
1 bolli kókosmjöl
1 dl lífrænar rúsínur/fínt skornar döðlur
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180°C
2. Setjið kókosolíukrukkuna í heitt vatnsbað til að fá hana í fljótandi form
3. Þeytið sætuna og eggin vel saman
4. Bætið kókosolíunni saman við eggjablönduna
5. Blandið saman spelti, vínsteinslyftidufti, sjávarsalti, kanil, haframjöli og kókosmjöli og hrærið saman við eggjablönduna. Endið á rúsínum/döðlum. Ef deigið er of þurrt bætið við heitu vatni en ef of blautt bætið við haframjöli.
7. Hnoðið deigið með höndunum (eða skeið) en ekki hnoða of lengi/mikið. Mótið svo litlar kökur með höndunum og raðið á bökunarpappír í ofnskúffu.
8. Bakið í 10-12 mínútur og látið kólna aðeins áður en þið færið kökurnar til.
Ég notaði kókosolíu, agavesíróp, gróft haframjöl og 70% súkkulaði (fyrir litla dekur rassgatið mitt). Mér fannst heldur mikið salt bragð af þeim og ætla ég því að nota minna eða jafnvel ekkert salt í næstu kökur.
Ógeðslega gott með ÍSkaldri mjólk á sunnudagseftirmiðdegi :)
No comments:
Post a Comment