*Fylltur kjúklingur*
Þessi uppskrift kom til mín á leiðinni í Bónus eftir vinnu. Kallinn bað um að það yrði kjúlli en mig langaði ekkert sérstaklega í tilbreytingarlausan kjúlla steiktan á pönnu með sætum kartöflum (sem er að sjálfsögðu líka gott) en mig vantaði eitthvað meira djúsí í þetta skiptið .. úr því varð þessi uppskrift!!
4.kjúklingabringur
1 poki spínat
2 sætar kartöflur
1 krukka fetaostur
1 stk mexíkóostur
25-30 gr furuhnetur
Krydd (ég notaði sjávarsalt, pipar og mexican chili)
Olía til steikingar
Ég byrjaði á því að skera niður sætu kartöflunar og krydda með sjávarsalti, pipar, mexican chili, papriku og timian ásamt því að velta þeim upp úr olíu. Skellti þeim svo inní ofn á 200°C
Næst tók ég kjúklingabringurnar, skar inní þær og fyllti með mexíkóosti, kryddaði með sjávarsalti, pipar og mexican chili. Setti þær svo á pönnu og leyfði þeim að eldast í sirka 10 mín með lokinu á.
Setti allt spínatið í eldfast mót eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan, setti svo kjúllan ofaná spínatið, hellti krukku af fetaosti yfir ásamt furuhnetunum. Þetta fór svo inní ofn, 200°C í 30 mín (fer eftir því hvað kjúllinn er eldaður áður en hann fer inn)
Ég leyfði sætu kartöflunum að vera inni mest allan tímann sem kjúllinn var inni, tók þær út þegar það voru sirka 5 mín eftir af tímanum.
Volá :)
Er að æfa mig að borða minni skammta og þess vegna borðum við með kökudiskum. Ég veit að þetta er alls ekki hitaeiningasnauðasti matur sem til er en á móti kemur að 1 bringa er meira en nóg. Ég kláraði 3/4 af bringunni og Aron var alveg pakkaður eftir heila bringu.
No comments:
Post a Comment