Saturday, January 12, 2013

Dagur # 11

Byrjaði daginn á nýju prógrami í ræktinni sem Telma þjálfari lét mig fá .. freeekar massíft en geggjað skemmtilegt! :D
Skellti mér svo í sund með múttu, gumma og systkinum mínum og synti þar 1 km .. einhver voða orka í kjéllu í dag!
Fórum svo saman á Saffran þar sem við fengum okkur hádegisverð! Maður er alltaf að hafa áhrif sjáiði til ;)
Fór svo með systkini mín í Skemmtigarðinn í Smáralind þar sem að við höfuðm það gaman í sirka 2 og 1/2 tíma. Þetta var jólagjöfin þeirra frá mér .. er hætt að nenna að gefa þeim dót sem endar bara brotið á gólfinu því ákvað ég að gefa þeim bara minningar!
Þau eru svo að fara að gista hjá mér í kvöld .. ekkert jafnast á við sófakósý með systkinum sínum (þau eru 6 og 11 ára ef einhver var að velta því fyrir sér)

Það var ákveðið að hafa tortilla í kvöldmatinn .. þá var bara næst á dagskrá að prófa að baka grófar tortilla-kökur og hvað haldið þið? gekk bara eins og í sögu og stærsti sigurinn var sá að bróðir minn, 11 ára sagði að þær væru bara alveg ágætar og kærastinn sagðist aldrei hafa borðað eins gott tortilla á ævinni! :D jeijj .. þetta er það sem skiptir MESTU máli!

Ég notaði uppskrifina hennar Ebbu í Latarbæjarbókinni en notaði heilhveiti í staðin fyrir gróft spelt.

Innihald;
5 dl grófmalað spelt (ég notaði sama magn af heilhveiti)
2 msk semsamfræ (má sleppa) .. ég átti þau ekki til svo ég sleppti þeim
1 tsk sjávarsalt eða himalajasalt
1/2 dl kaldpressuð ólífuolía
150-175 ml heitt vatn.

Þurrefnunum mixað saman, olíunni bætt útí og soðna vatninu líka. Hrært saman og hnoðað örlítið. Degið er svo rúllað upp í pyslu og hún skorin í 8-10 bita. Ég náði 8 sæmilega stórum kökum úr mínu degi.
Kökurnar svo bakaðar á pönnu við frekar háan hita í 30 sek á hvorri hlið.


Litlar hendur að hjálpa mér :)

Ég þarf samt að fara að borða minna af svona brauðmeti ef ég ætla að ná þessum blessuðu 13 kg af mér! :)

No comments:

Post a Comment