- Skóli
- Ræktin
- Vinna
- Læra
- Elda
- Halda heimili
- Sofa
- Blogga
Passaði tvær yndislegar frænkur um helgina ..
Þær gistu hjá okkur frá laugardegi til sunnudags og það gekk bara rosalega vel. Ég eldaði handa þeim ljúffengan spaghetti-bolognese (alltaf öruggt að gefa krökkum spaghetti) úr Latarbæjarbókinni hennar Ebbu .. að sjálfsögðu með heilhveitispaghetti.
Þær borðuðu eins og enginn væri morgundagurinn! :)
Á sunnudaginn bakaði ég svo hollustu-vöfflur handa þeim í hádegis/kaffitíma og þurftum við næstum því að stoppa þær því þeim fannst þetta svo gott. Þetta er raun bara hollt-brauð sem er bakað í vöfflujárni. Ég baka þetta næst bara eins og skonsur býst ég við.
400 g heilhveiti (gróft spelt)
1 tsk sjávarsalt
2 tsk kardimommuduft/ eða 1-2 tsk sítrónudropar, vanilludropar eða möndludropar (ég notaði vanilludropa)
2-3 egg
30-40 g kaldpressuð ólífuolía eða brætt smjör (ég notaði olíu)
7 dl mjólk (má setja á móti 300-400 ml af volgu vatni)
Þessu er síðan bara öllu blandað saman og steikt hvort sem það er á pönnu eða í vöfflujárni.
Á laugardaginn ..
tók ég massífa æfingu .. ég tók 60 mín lyftingaæfingu og fór svo 90 mín hot yoga! Shitt það var kannski aðeins of mikið en þar sem ég komst ekki í ræktina á föstudeginum þá þurfti ég að bæta það upp. Veit ekki hvort að ég geri þetta aftur en það er aldrei að vita.
Í gær ..
eldaði ég rauðsprettu í sesam-kókosraspi (eins og kjúllinn um daginn) með sætum kartöflum og venjulegum kartöflum inní ofni með fullt af kryddi!
NAMM NAMM NAMM .. Rauðspretta er án efa besti fiskurinn! *slurp* uppskriftina getið þið fundið hér
Svo má nú ekki gleyma því hvað ég gerði í vinnunni í gær .. það var smiðja hjá okkur fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára og buðum við uppá brjóstsykursgerð! JÁ ég þurfti að þrauka í 2 klukkutíma við að mixa saman brjóstsykra fyrir sykuróð börn ÁN þess að smakka sjálf! Hefði ekki hatað að stinga einum lakkrís-salmíak brjóstsykri uppí mig. Ég hafði ekki undan að kyngja niður munnvatni .. það var eins og munnvatnskirtlarnir hefðu fengið borgað fyrir þessa ofurframleiðslu en ég stóðst þessa raun og fékk mér ekki neitt. VÍJJ!
Hér getiði séð eina sykurblöndu (ef þið þekkið ekki hvernig brjóstsykursgerð fer fram) .. þessu er síðan blandað alveg saman og krakkarnir fara svo í það að búta þetta niður í litla brjóstsykra.
Jæja segjum þetta gott í bili ..
hæhæ, gaman að fylgjast með þér duglega kona! ;) En mig langar að spyrja þig, hvaða krydd notarðu á kartöflurnar?
ReplyDeleteKveðja,
Sigrún V
Sæl Sigrún,
ReplyDeleteÉg notaði sjávarsalt, pipar, mexican chilli og timian :)