Wednesday, January 16, 2013

Dagur # 14 og # 15

Voruði búin að sakna mín? ;)

Það er alveg smá strembið að hafa tíma fyrir allt sem ég er að gera í lífinu á sama tíma svo stundum þarf bloggið að sitja á hakanum þegar bugunin bankar að dyrum!

Í gær var þriðjudagur .. það gerðist nákvæmlega ekkert merkilegt !
  • Vaknaði um 7 leytið
  • Skóli kl 8
  • Ræktin kl 10
  • Skóli kl 12:30
  • Vinna kl 13:30
  • Komin heim kl 22:45
  • Komin uppí rúm 23:30
Þarf hafið þið það! .. Mér tókst að borða ágætlega yfir daginn en tók afgangs-súpu með mér í kvöldmatinn til að borða í vinnunni og njaaa hún var ekki góð 3 kvöldið í röð!
Ég er s.s vinna í félagsmiðstöð með krakka frá 10-16 ára .. á daginn bjóðum við 10-12 ára krökkum að kíkja uppí skóla og leika sér í íþróttasalnum o.fl og svo á kvöldin (þri og fim) eru 13-16 ára krakkarnir velkomnir .. þið kannist kannski við þetta frá því að þið voruð yngri eða ef þið eigið börn sem stunda félagsmiðstöðina í sínu hverfi. Tilgangurinn með þessum upplýsingum er sú að krakkar í dag eru sælgætissjúkir! Það er sjoppa í félagsmiðstöðinni sem selur sælgæti sem krakkarnir geta keypt þegar þau mæta á kvöldin en við erum ekki með sjoppu fyrir yngri krakkana (10-12 ára).
.. Vaktin mín byrjaði s.s með 10-12 ára krakkana og þrátt fyrir að við séum að reyna að sporna gegn sælgætisáti hjá þessum krökkum með því að vera ekki með sjoppu þá mæta þau bara sjálf með fulla nammipoka. Eftir að 10-12 ára starfið var búið var komið að því að vera með 13-16 ára krökkunum og þau eru ekkert að spara nammiátið! My point .. ég þarf að komast í gegnum 9 klst vinnudag með sælgætisangann í nösunum FML það er ógeðslega erfitt. Það tókst by the way ;)

Þegar ég kom heim var ég alveg búin á því eftir þessa baráttu við sælgætispúkann á öxlinni og fór bara beint uppí rúm að sofa!

Í morgun vaknað ég á sama tíma og vanalega og fékk mér lífræna AB mjólk með frosnum blönduðum berjum í morgunmat .. já það var smá súrt ef þið voruð að pæla í því :)
Svo var það bara skóli skóli skóli og vinna vinna vinna .. þegar ég kom heim fór ég að glugga í matreiðslubókina Heilsuréttir fjölskyldunnar og fann þar snilldar kvöldverð sem ég var með í kvöld!

Steiktur kjúlli í sesamkókosraspi og sætar kartöflur.
Þetta er s.s upphaflega uppskrift fyrir þorsk eða steinbít en þar sem að ég fann ekki girnilegan fisk í búðinni þá prófaði ég bara að dulbúa kjúlla ..

Þetta er frekar basic!
  • Ég skar 3 kjúklingabringur niður, hver bringa í 6 bita
  • Blandaði saman kókosmjöli (4 dl) og sesamfræjum (2 dl) í eina skál og pískaði 2 egg í aðra skál
  • Tók kjúllabitana og bleytti þá upp úr egginu og svo beint í sesam-kókosraspinn.
  • Hitaði kókosolíu á pönnu og steikti kjúllan þangað til að raspurinn var orðinn gylltur
  • Setti kjúllan svo í eldfast mót og leyfði honum að vera inní ofni í 10-15 mín (er ekki viss með tímann, ég fylgdist bara með honum)
     
Með þessu var ég svo með sætkartöflufranskar
  • Skrældi 2 sætar kartöflur
  • Skar þær í strimla eins og franskar
  • Velti þeim upp úr jómfrúarólífuolíu, chillikryddi, salti og pipar
  • Setti franskarnar svo á bökunarpappír á ofnplötu og inn í ofn á 180°c í 20-30 mín
Smá kínakál og gúrka með! Gourm

Á klárlega eftir að prófa þetta á fisk næst .. algjör snilld :D

Spinning í fyrramálið .. úff!

No comments:

Post a Comment