Monday, January 14, 2013

Dagur #12 og # 13

Sunnudagur ..
Það var ekki sofið út þennan sunnudaginn, ég vaknaði um 9 leytið með systkinum mínum sem gistu hjá mér. Þá var skellt í hafragraut og viti menn .. krakkarnir  borðuðu hann! Bróðir minn var samt ekkert rosalega spenntur :)

Skellti mér á brettið seinnipartinn og hlóp 8 km ásamt því að gera 3 umferðir af 20 hnébeygjum, 10 armbeygjum, 20 framstigum, 10 burpees og 20 kviðæfingu. Duglega ég! :D

Í kvöldmatinn skellti ég í Ítalska heilsusúpu af Heilshugar
http://heilshugar.com/?p=725

  • 1 msk olía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1/2-1 rauð papríka
  • 1/2 sæt kartafla (ca. 300 gr)
  • 4-5 sveppir
  • 2 msk grænmetiskraftur (við notuðum frá Sollu)
  • 1 líter vatn
  • 3 msk þurrkað oregano
  • 50 gr heilhveiti pasta (má sleppa)
  • salt og pipar eftir smekk…
Steikið hvítlauk og papríku uppúr olíu í potti.
Bætið við kartöflu og sveppum og steikið í stutta stund. Bætið við vatni ásamt kryddi. Látið sjóða smá stund og maukið síðan með töfrasprota Bætið pastanum við og sjóðið með (eða sjóðið pastað í öðrum potti til hliðar til að flýta fyrir). Saltið og piprið eftir smekk.
Ég maukaði ekki grænmetið en það kom ekki að sök, var súper góð! :D

Ég og Aron eyddum svo smá tíma í að setja saman nesti fyrir daginn í dag, bjuggum til kúllasalat til að hafa í hádegismat! Mega nice.


Mánudagur .. 
Hafragrautur í morgun eins og vanalega .. henti svo í ávaxtasmoothie til að taka með í nesti.
Skóli og ræktin allt í bland í dag!

Gerði svo heiðarlega tilraun til að borða eggjaböku í kvöldmatinn ..
  Jibb hún lúkkar asskoti vel .. EN ég kem svona eggjabökum engan veginn ofaní mig! Ég er ennþá með klígju :(
Sem betur fer fýlar Aron svona bökur svo hann borðaði hana með bestu lyst en ég þurfti að fá mér súpuafganga í staðin fyrir bökuna.

Ég datt inná þessa grein í dag um hveitikím og hörfræ .. mæli með því að þið skoðið hana! Klárt mál að þessar fæðutegundir verða ofarlega á listanum framvegis!

http://pjattrofurnar.is/2013/01/14/heilsa-af-hverju-eru-horfrae-og-hveitikim-svona-god-fyrir-okkur/

No comments:

Post a Comment