Ég byrjaði svo daginn á hafgragrautnum góða og nota ég í hann lífrænt gróft haframjöl sem ég fann í Krónunni, sýð það svo uppúr dass af vatni og dass af mjólk. Í dag prófaði ég svo nýtt .. ég setti muldnar möndlur útá og var það alveg þrælgott og minnti mig oggu ponsu á jólagrautinn góða.
Áður en ég fór til vinnu bjó ég til þennan græna & væna sem kom skemmtilega á óvart .. sá mynd af einum slíkum á instagram hjá henni Kötu klipp eins og ég kýs að kalla hana og ætla því ekki að taka neitt credit fyrir hann, en hvet alla til að prófa .. hann er mega fresh.
Uppskrift:
1 grænt epli (flysjað og kjarnhreinsað)
1 lúka spínat
1 dós ananas (með safanum) .. (læt það liggja milli hluta hvort að ananasinn hafi verið niðursoðinn í sykurvatni en það kom ekki fram á dósinni sem ég notaði)
Dass af kókosflögum/kókosmjöli
1 grænt epli (flysjað og kjarnhreinsað)
1 lúka spínat
1 dós ananas (með safanum) .. (læt það liggja milli hluta hvort að ananasinn hafi verið niðursoðinn í sykurvatni en það kom ekki fram á dósinni sem ég notaði)
Dass af kókosflögum/kókosmjöli
Nokkrir klakar
Sé það núna þegar að ég er að fara yfir þetta aftur að ég gleymdi engiferinu .. iss það verður bara prófað næst :)
Fór svo út að borða með vinnufélögum í kvöld, fyrir valinu var Ruby Tuesday. Maður fær auðvitað alltaf einhver komment á það þegar maður breytir matarræðinu "en hvað mátt þú borða?" "getur þú borðað þarna?" o.s.frv en þar sem að þetta er mín lífstílsbreyting þá er ég ekki að troða henni uppá aðra og verð ég bara að aðlaga henni að mínu lífi. (ekki misskilja mig, vinnufélagar mínir eru súper supportive). Ég fletti matseðlinum á Ruby og að sjálfsögðu voru allskonar réttir sem ég slefaði yfir .. endalaust af pastaréttum sem ég ELSKA en ekkert heilhveitipasta :( brjálæðislega girnilegir hamborgarar en enginn í heilhveitibrauði :( .. fyrir valinu var kryddleginn ýsa, borin fram með bakaðri kartöflu og brokkolíi .. já maður getur alltaf fundið eitthvað sem tilheyrir lífstílnum (nema kannski á KFC). Ég ætla ekkert að ljúga, mig langaði ógeðslega í hvítt pasta og ógeðslega girnilega súkkulaðiköku í eftirrétt en þetta er bara spurning um að toga sig aftur á jörðina, í raunveruleikann og þylja upp fyrir sjálfum sér afhverju mig langar EKKI í þessa rétti. Þegar ég hugsa um þetta svona eftirá þá hljómar þetta svolldið eins og Gollum í Lord of the Rings og The Hobbit .. fyrir þá sem hafa séð það, vondikallinn reynir alltaf að fá sínu fram en þá er bara að passa að styrkja góða kallinn þangað til að hann hefur vinninginn
Jæja þetta er nú bara komið útí einhverja vitleysu hérna ..
No comments:
Post a Comment