Ég stend enn teinrétt í fætur og stefni beinustu leið áfram! :)
Ég átti ótrúlega skrítinn morgun, var á milli svefns og vöku og endaði með því að sofa yfir mig .. og það á öðrum skóladegi FLOTT Andrea!
Þess vegna var spænt af stað með allt niðrum sig og ég rétt náði í skólann á "réttum" tíma .. missti þá allavegana bara af einum tíma. Útaf öllu þessu havaríi náði ég ekki að búa mér til morgunmat og var því tveimur bönunum troðið í smettið á sér í bílnum á leiðinni og skolað niður með Amino Energy .. GOD ég elska þennan drykk .. þar sem ég drekk ekki kaffi þá bjargar hann mér alltaf þegar ég er það þreytt að ég þyrfti helst tannstöngla til að halda augnlokunum uppi.
Eftir tímann í skólanum fór ég beint í ræktina s.s í stóra gatinu mínu og tók alveg andskoti vel á því í Tabata .. miiikill sviti.
Slarfaði svo í mig Tropical boosti með jarðaberjapróteini a la Café Laugar .. namm alltaf jafn gott. Svo var drattast aftur í skólann.
Eftir skóla þurfti ég svo að bruuuna í vinnuna og þar var ég til 22 í kvöld.
Ég borðaði með vinnufélögum mínum .. elduðum tortilla, basic! .. en þar sem ég vil ekki hvítt hveiti þá datt ég í taco skeljarnar .. eeeen þær eru gerðar úr óhollri fitu! Vegetable oil! eeeekki gott. Djöfull er þetta harður heimur!
Allavegana .. við keyptum kjúlla í Bónus, vorum að kaupa fyrir nokkuð stóran hóp af krökkum líka svo það var keyptur Bónuskjúlli en ég fékk það í gegn að keyptur yrði 100% kjúlli frá Holta-Kjúkling fyrir mig því bónusbringurnar eru sprautaðar með sykri o.fl
Ég tók það svo að mér í undirbúningnum fyrir matinn að skera allar þessar kjúklingabringur og það var fyrst þá sem ég áttaði mig á muninum á bringum með aukaefnum og hreinum bringum! Bónus-bringurnar eru svakalega slepjulegar og glansandi .. svolldið eins og hlaup en Holta-bringurnar eru miklu stinnari/þéttari og stamari.
Stundum þarf maður bara að sjá hlutina á svörtu og hvítu til að átta sig á þeim .. klárt mál að 100% kjúllabringur verða það sem ég vel framvegis.
Hvað ætlar þú að velja?
Þá er vika liðin af þessum nýja lífstíl og ég get ekki sagt að þetta sé eins erfitt og það leit út fyrir að vera í fyrstu. Þarf bara að vera dugleg að prófa nýjar uppskriftir og þannig taka þessi hænuskref að hollum - hreinum og heilbrigðum lífstíl - get ekki beðið! :D
Heyrumst á morgun .. adios! :)
Flott hjá þér!
ReplyDeleteEn ég var að velta því fyrir mér - veistu hvaða fleiri bringur, ef einhverjar, eru svona 100% ?
Eru öll þessi aukaefni þá líka í frosnu euroshopper kjúllanum?
Sæl Berglind,
ReplyDeleteÉg hef bara heyrt um fersku Holta-kjúklingabringurnar. Ég persónulega borða bara íslenskan kjúkling og hef því ekki skoðað þessar Euroshopper bringur en það er alveg mjög líklegt að þær séu sprautaðar.
Bringurnar frá Matfugl sem eru seldar í samskonar pokum og Euroshopper bringurnar eru með sykri og salti.