Þriðji dagurinn byrjaði að sjálfsögðu á hafragraut, úr lífrænum grófum höfrum, og settum við möndlukurl útá hann enn á ný .. super nice! Ef þú ert ekki búin að prófa það þá skaltu prófa það í fyrrmálið.
Við kallinn ræddum aðeins um þessa hafra í morgun og vorum við alveg sammála um að þeir væru mjög bragðgóðir og léttari í sér heldur en þessir típísku Sol Gryn hafrarnir .. þeir verða miklu meiri klessa sem getur valdið klígju og uppgjöf hjá mörgum. Já ég nota ekkert salt í grautinn .. salt er ekki gott fyrir líkamann og þess vegna reyni ég að forðast það eins og ég get og hef gert það lengi, svo ferð það líka bara illa í mig.
Ég nota s.s þessa í hvíta pokanum. Ég er ekki að segja að þeir séu þeir einu réttu, ég keypti þessa gerð upphaflega því ég vildi gróft haframjöl (minna unnið) og svo skemmir ekkert fyrir að það sé lífrænt og þess vegna hreinni afurð.
Ég skellti í bollur í dag eins og ég var búin að minnast á facebook-síðunni. Ég er að fara að hitta vinkonu-hópinn minn á morgun og við ætlum að elda saman í hádeginu ítalska grænmetissúpu og bauðst ég til að græja brauðmetið þar sem ég er nú byrjuð með sérþarfir :)
Ég valdi uppskrift af www.cafesigrun.com og hétu bollurnar því einfalda nafni "Góðar brauðbollur með öllum mat"
Innihald
- 700 g spelti (ég notaði heilhveiti)
- 3 tsk vínsteinslyftiduft
- 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
- 500 ml sojamjólk. Gæti þurft meira eða minna (ég notaði léttmjólk þar sem engin af okkur er með mjólkuróþol)
- 1 msk sítrónusafi
- 1 msk kókosolía
- 2 tsk agavesíróp (vissulega sykur en hann er náttúrulegur og þetta var svo ósköp lítið magn)
Ég blandaði svo við sólblómafræjum og skellti svo eggi+mjólk ofaná .. gamla góða trixið sem maður lærði í matreiðslu þegar maður var lítill.
Skohh .. svo sætar og fínar og heppnuðust alveg þrælvel. Eiga eftir að smakkast svakalega vel með súpunni á morgun :)
uppskriftina má finna hér http://www.cafesigrun.com/godar-braudbollur-med-ollum-mat
Svooo má ekki gleyma kvöldmatnum .. jii minn að er ekki skrítið að ég hafi steinsofnað eftir kvöldmat eftir allan þennan bakstur.
Ég skellti í föstudagspizzu fyrir okkur skötuhjúin og notaðist ég við uppskrift úr Latarbæjarbókinni hennar Ebbu (þessi ótrúlega kona ætti nú að vera bara fyrirmynd allra)
Innihald:
250 g spelt (enn og aftur notaði ég heilhveiti)
3 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 - 1 tsk sjávarsalt eða himalajasalt1-2 tsk óreganó (má sleppa) (ég notaði pizzakrydd)
2 msk kaldpressuð ólífuolía
130 - 140 ml heitt vatn.
Heppnaðist líka svona rosalega vel.
Ég setti á mína pizzu:
- kjúklingaálegg (rifið niður í strimla)
- sveppi
- Sweet-chili philadelphia rjómaost
- spínat
- smá fetaost
- og auðvitað pizzasósu og rifinn ost.
Nú eru eflaust einhverjir að velta fyrir sér afhverju notar þú ekki spelt? Það er bara einfalt svar við því og er það að ég er ekki búin að kynna mér það nóg til að vera búin að meta hvort að það sé betra eða verra, eins og staðan er í dag tel ég heilhveitið vera alveg jafn gott en við skulum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.
Afhverju vínsteinslyftiduft?
Já ég velti þessu einmitt fyrir mér líka ..
Vínsteinslyftiduft er búið til úr vínsteini, natríum karbónat, og maísmjöli. Það er því glútenlaust (ekki drýgt með hveiti) og án snefilefna út járni sem eru talin óæskilegt fyrir líkamann. Vínsteinslyftiduft má nota í allan bakstur í stað venjulegs lyftidufts í sömu hlutföllum. Vínsteinn er náttúrulegt salt sem myndast innan í víntunnum þegar berjasafinn hefur gerjast.
- úr bókinni Hollusturéttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur
Þegar fólk ætlar að breyta uppskriftum sem innihalda ger og nota vínsteinslyftiduft í staðinn eru hlutföllin ein og hálf matskeið vínsteinslyftiduft á móti einni matskeið af geri.
Svo er gott að bæta við einni til tveimur teskeiðum af sítrónusafa til að líkja eftir gerbragðinu.
1 msk. ger = 1 ½ msk. vínsteinslyftiduft + 1 - 2 tsk. sítrónusafi.
- www.heilsubankinn.is
Þar höfum við það .. :)



No comments:
Post a Comment