Súper góður kvöldmatur í kvöld!
4 kjúllabringur
1 rauðlaukur
3 hvítlauksgeirar
1/2 sæt kartafla
6 sveppir
1 rauð paprika
1 grænt epli
1 dós hakkaðir tómatar
1,5 l vatn
1 grænmetisteningur
1 dolla sweet chili rjómaostur (philadelphia)
Dass af kryddum: svartur pipar, salt, paprikukrydd, cayenne-pipar, mexican chilli. oreganó, kóríander
Rauðlaukur og hvítlaukur steiktur í potti með dass af olíu. Restinni af grænmetinu sett útí og rétt hitað þá er vatninu, tómötunum og kryddinu bætt við. Kjúllinn léttsteiktur á pönnu og bætt útí. Súpan látin krauma og ef þið notið rjómaost þá er hann settur í restina. Súpan verður bara betri eftir því sem hún fær að sjóða lengur svo það fer bara eftir hvað þú hefur langan tíma hvað þú lætur hana sjóða lengi.
Heildareldunartími hjá mér var um klukkutími.
Það er hægt að leika sér svo ótrúlega mikið með súpur og hægt að setja hvað sem manni lystir í hana! :)
Fór í massífan spinningtíma í hádeginu .. þegar ég asnast í spinning þá fatta ég hvað ég er í lélegu formi :( .. gleymdi líka pússtinu mínu (er með áreynsluastma) þannig að ég var orðin alveg fjólublá í framan eftir tímann!
Stefni á 45 mín spinning í fyrramálið .. eins gott að ég nái að vakna .. þess vegna er ég líka að fara að sofa .. bráðum! ;)
Það er sárt hvað þetta er satt!!!
No comments:
Post a Comment