Saturday, January 26, 2013

Dagar # 24- # 25 *mega-kjötbollur*

Vá ég er búin að vera spennt að blogga um kvöldmatinn minn í kvöld .. ég er ennþá eftir mig þetta var svo gott! :D haha ..
Það þarf ósköp lítið til að gleðja mitt litla hjarta.

En við skulum bara skella okkur í þetta .. Ég fann uppskriftina í "Heilsuréttir fjölskyldunnar" sem er snilldar bók by the way ;)

Rétturinn heitir því látlausa nafni Kjötbollur með hvítlauk og basilíku.

Fyrir 4.

700 gr nautahakk (hreint hakk)
250 gr blandaðar hnetur/möndlur (ég notaði 100 gr möndlur, 100 gr heslihnetur og 50 gr kasjúhnetur)
3-4 hvítlauksgeirar
1/2 búnt fersk basilíka
1/2 tsk paprikuduft
Svartur pipar eftir smekk
Sjávarsalt eftir smekk
2. egg
2-3 msk kókosolía eða jómfrúarolía til steikingar.

Aðferð:

 Hnetur og möndlur hakkaðar í duft með matvinnsluvél/töfrasprota

 Hvítlaukur og basilíka maukað á sama hátt

Öllu blandað saman í skál.
-hakk
-möndlur/hnetur
-hvítlaukur + basilíka
-egg
-krydd
-ég bætti við smá osti
-næst ætla ég að bæta við jalapenjo

Ef þið eigið góða hrærivél þá er hægt að skella þessu í hana og blanda þessu þannig mjög vel saman (mælt með því í bókinni) en þar sem að ég á ekki hrærivél (er ekki búin að gifta mig sjáiði til ;)) þá klessti ég þessu bara öllu saman með hreinum puttum!
Svo er bara að rúlla þessu í bollur sem eru svona sirka eins og golfkúlur, þessar passa passlega inní lófann á mér (er með svolldið litlar hendur)

Síðan er bara að skella olíunni á pönnuna og steikja bollurnar létt á báðum hliðum eða þangað til að þær eru orðnar gylltar og stökkar á þeim hliðum sem voru á pönnunni. Hér þarf ekki að elda þær alveg í gegn vegna þess að við tökum bollurnar og setjum þær á bökunarplötu og inn í ofn á 200°C í 10 mín og þá eldast þær alveg í gegn. Mínar voru reyndar í 10 mín á 200°C og 5 mín á 250°C

Á meðan ég stússaðist í þessu þá var ég búin að setja heilhveiti-spaghetti í pott og leyfði því að malla á meðan. 

Þegar bollurnar fóru inní ofn hellti ég vatninu af spaghetti-inu og setta lífræna pastasósu með hvítlauk og basilíku (frá sollu) útá spaghettiið. 

Þá lítur þetta svona út á disknum :

Ég er ekkert að grínast með hvað mér fannst þetta gott .. er ógeðslega spennt að borða afgangana á morgun! :D 

Þá er bara komið að þér að prófa! :D .. mæli með að gera stóra uppskrift til að allir geti borðað að vild og algjör snilld að eiga svona í nesti/afganga.

Kvöldið mitt var/er mjög rólegt .. horfði á undankeppnina fyrir Eurovision og bjó til helgar-nammið mitt.

Þetta mun vera kakó að hætti Ebbu með alíslenskum yndislegum rjóma :)

Þetta er mega einfalt
1 dl vant
3-4 msk lífrænt hreint kakó
2-3 msk pálmasykur/óunninn hrásykur/lífrænt hunang (ég nota lífrænt hunang)
1/2 tsk vanilluduft eða dropar (má sleppa) (ég nota dropa)
1/2 l lífræn mjólk eins og hver vill (ég nota léttmjólk)

Vatni, kakó og sætu er blandað saman rólega yfir vægum hita þar til allt hefur leyst upp og samlagast. Þá er 500 ml af mjólk bætt útí og hitað að 40°C.
Svo er bara að þeyta íslenskan rjóma og skella útá! *slurp*

Þá er það ekki lengra í dag .. þangað til næst!







1 comment:

  1. Namm, namm! Ég er enn að springá ég át svo góða heimalagaða pizzu núna í kvöld. :-)

    ReplyDelete