Ástæðan fyrir því að ég ætla að halda úti bloggi/dagbók um þetta ferðalag er að ég verð að hafa þetta opinbert .. bæði til að fá hvatningu frá ykkur sem nennið að fylgjast með þessu ásamt því að ÞURFA að halda þetta út! Ef ég hefði haldið þessu fyrir mig sjálfa þá hefði þetta markmið fallið um sjálft sig eins og flest öll markmið sem ég hef sett mér. Ég hef aldrei verið í íþróttum svo ég er ekki með örlítinn vott af keppnisskapi í mér og svo elska ég sjálfa mig svo óendanlega mikið að ég er ALLTOF góð við sjálfa mig og leyfi mér allt (þótt eftir á að hyggja er ég ekkert góð við mig .. því ég hef leyft mér að lifa óheilbrigðum lífstíl alltof lengi)
Ég vona að þú hafir gaman að lestrinum .. og svo er aldrei að vita nema að einhverjir af þeim fræðslumolum með detta hér inn munu hálpa þér líka :)
Þá skulum við byrja þetta:
Í dag er formlega fyrsti dagurinn og byrjaði ég hann á því að elda mér hafragraut og skella mér svo á æfingu í 1 1/2 tíma. Þegar ég kom heim var farið beint í skápana og skóflað út úr þeim ÖLLU sem inniheldur hvítt hveiti eða sykur .. ég get sagt ykkur það að það er ekki mikið eftir í þessum blessuðu skápum! Þá var bara næst á dagskrá að fylla þá af hollum og næringarríkum, hreinum mat!
(þessir tveir ruslapokar voru ekki einu sinni allt)
Í búðinni þurfti ég svo að brjóta heilann hvað ég gæti eldað í kvöldmatinn .. það er jú alveg ótrúlegt hvað maður innbirgðir oft ómeðvitað fullt af sykri og hveiti!
Fyrir valinu var hakkaður kjúlli, steiktur í hvítlauk og blaðlauk og sætar kartöflur með. Þessu var síðan öllu troðið inní kálblað og smá salsa-sósa með. VERY GOOD! :)
(kannski smá aumingjalegt á myndinni en ég fór södd frá borði)
Fyrsti dagurinn er því búinn að ganga áfallalaust fyrir sig en það eru óteljandi dagar eftir þar sem takmarkið er að gera þetta að lífstíl en ekki "megrunarbólu".
Sem betur fer er ég full af eftirvæntingu og spennu en ekki kvíða! ..
Þangað til næst ..
Mikið er ég ánægð með þig elsku vinkona. Ég dáist af þér og veit að þú munt gera þetta af alvöru og standa þig óendanlega vel einsog þú gerir alltaf með öll verkefni sem þú tekur að þér.
ReplyDeleteÞessi breyting krefst mikillar einbeitingar, ákefðar og þolinmæði og ég mun fylgjast með og læra af sjálf. Þú ert fyrirmynd okkar hinna sem eru kannski stundum einum of miklir "thinker" en minna "doer" þegar kemur að svona lífstílsbreytingum. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um fæðuna sem við innbyrgðum og þess krefst mikils sjálfsaga og meðvitundar - í því felst mikið frelsi sem þú munt upplifa.
Fylgist spennt með þér duglegasta vinkona mín :)
Hvar keyptirðu kjúklingahakk?
ReplyDeleteSæl Kristín,
DeleteÉg steikti bara kjúklingabringur og hakkaði þær svo niður í tupperware-tryllitækinu mínu :)
Tryllitækið sést á myndinni þar sem kjúllinn er á pönnunni .. skærgrænt og glæsiegt! :)
Deleteþekki þig ekki neitt en ætla að taka þig til fyrirmyndar ;) en þú veist væntanlega að kjúklingabringur og heill kjúklingur getur verið sprautaður með sykri???
ReplyDeleteSæl Jóna,
DeleteJá því miður stöndum við frammi fyrir því að vita ekki nákvæmlega hverju er sprautað í þennan blessaða mat okkar en við erum samt heppin hér á íslandi að við getum gengið að frekar hreinum mat auðveldlega. Við þurfum ekki að sneiða fram hjá steruðu kjöti heldur er kjötið okkar (ennþá allavegana)framleit á tiltölulega hreinan hátt. Ég hef verið að kaupa frosnar bringur frá Matfugl sem hafa reynst mér mjög vel .. ég verð ekki vör við mikinn auka vökva og þær eru yfirleitt mjög fallegar og stórar. Ég dreg samt línuna varðandi sykurinn hér .. á meðan ég veit að ég er að borða íslenskt kjöt þá er ég frekar róleg.
En frábært að heyra að þú ætlir að taka mig til fyrirmyndar, það er klárlega tilgangurinn með þessu öllu, að draga aðra með mér :)