Thursday, January 24, 2013

Dagur # 23

Hæhæ .. laaaaangur dagur að kveldi kominn! Mikið svakalega er gott að koma heim og slappa af í friði og ró :)

Ég get nú sagt ykkur það kæru lesendur að ég átti virkilega erfitt kvöld í vinnunni .. mig langaði SVOOOO MIIIKIÐ í nammi!! .. ég var nánast fallin! Ég var með eeendalaust craving í bara eitthvað þótt að ég væri ekki svöng og ég varð geðveikt bitur að ég gæti ekki bara fengið mér nammi. Fékk mér appelsínu en það dugði ekki til .. mig langaði bara í nammi og köku og súkkulaði og köku og nammi! Ég hugsaði oft AFHVERJU ER ÉG AÐ STANDA Í ÞESSU!!
VÁ!
Ég hélt þetta út og er komin heim á sælgætislaust heimili .. fjúff!

Annars langaði mig að deila með ykkur hluta af hádegismatnum mínum .. ég get lifað á þessu!

Þetta mun vera
1 dós kotasæla
1 dós túnfiskur
Soðin egg
Pipar - Paprikukrydd - Mexican Chili
Öllu klesst vel og vandlega á heilkorna hrökkbrauð! NAMM NAMM NAMM!

Kvöldmaturinn var svo upphituð kjúllasúpa frá því í gær .. svo ógeðslega góð!

Nú ætla ég bara að fara að lúlla til þess að þetta hræðilega kvöld verði loksins að enda og vakna núllstillt í fyrramálið!

 Áfram ég! :D


2 comments:

  1. Flott hjá þér Andrea mín, þú stendur þig eins og hetja. Ég commenta ekki við hvert blogg en ég fylgist með þér. :-)

    ReplyDelete
  2. Takk elsku mamma mín, stuðningur skiptir öllu í svona ferli! :)

    ReplyDelete