Monday, January 7, 2013

Dagur #6

Jæja þá er fyrsti dagurinn í skólanum afstaðinn .. þetta verður eitthvað að reyna að pússla öllu saman, skóli, borða, vinna, borða, ræktin, borða, læra borða! Þessi önn á eftir að vera þrælmassíf en það virðist vera þannig að manni gengur oft betur þegar það er mikið fyrir stafni því þá skipuleggur maður sig betur en dettur ekki í einhverja leti.

Það var ræs kl 6:00 í morgun og hennt í hafragrautinn góða og enn er hann bara með möndlum! Svo einfalt og þægilegt.
Skólinn byrjaði svo kl 8 í morgun og var til rúmlega 15 með smá götum en auðvitað voru kennararnir bara að kynna áfangana hjá sér og því keyrslan ekki komin í gang.

Sem betur fer átti ég afgang frá kvöldmatnum í gær til að taka með mér sem nesti í skólann svo það heppnaðist mjög vel.

Skellti mér svo í Hot-Yoga seinnipartinn með henni Öddu vinkonu! Ég sveeeer það ég er eiginlega alveg 90% viss um að ég sé stirðasta kona sem finnst á þessu blessaða landi .. svo það er klárlega eitt af markmiðunum inní stóra markmiðinu að fara að hugsa meira um liðleikann og það er hvergi betra að gera það en í Hot-Yoga :D

Bruuunaði svo uppí Kjós í mat til múttu og co. en hún dúllu mamma mín er svo dugleg að styðja mig! Hún var búin að búa til eitthvað svaaaka bauna-lauks-papriku-tómata-hvítlauks-sellerís-tacoskelja-bombu með heimagerðu guacamole .. ekkert hvítt hveiti og enginn sykur! :) frábært að hafa sterkt bakland!

Ég er ekkert rosalega mikil bauna-kona (ekki ennþá allavegana) en þetta smakkaðist bara rosa vel en fyrir minn smekk myndi ég næst vilja minnka baunaskammtinn og fá mér kjúlla eða hakk með þessu. Einnig held ég að salsa-sósa hefði toppað þetta allt.

Mér finnst alveg hreint út sagt ótrúlegt hvað þetta er búið að ganga vel .. núna er ég búin að einbeita mér í 6 daga að því að venjast matarræði sem inniheldur ekkert hvítt hveiti og engan sykur .. næst á dagskrá er að samræma þetta við markmiðið að léttast um 13 kg með markvissum æfingum og hollum mat. Þótt að ég sé að taka út hvítt hveiti og sykur þá er samt alveg hægt að borða yfir sig af kaloríum .. þess vegna er ég að venja mig á í þessari viku að minnka matarskammtana, ég get verið soddan átvagl ;)

Hlakka til að halda áfram .. og ekki eruð þið að skemma fyrir sem fylgist með mér á hverjum degi! Þetta er bara frábært :D

4 comments:

  1. Duglegust! Stoppaði við í búðinni hjá Rúnu frænku í dag og sýndi henni og Maju ömmu þinni Facebook-síðuna þína og bloggsíðuna, þeim fannst þetta ekkert smá flott hjá þér ;)

    ReplyDelete
  2. Æji dúllan þín .. ;)
    Takk fyrir það!

    ReplyDelete
  3. Dugleg! Reyni að fylgja þér eftir, en ég næ ekki með tærnar þar sem þú etrt með hælana. Langar að prófa svona shake :-)

    ReplyDelete
  4. Eitthvað er betra en ekki neitt móðir góð ;)

    ReplyDelete