Wednesday, January 9, 2013

Dagur # 8

Mikið svakalega er erfitt að drattast frammúr á morgnana .. ég er eins og litlu krakkarnir. Það þarf að draga þau frammúr á virkum morgnum svoo erfitt að vakna en svo spretta þau frammúr fyrir allar aldir um helgar. Ég er forrituð svona nokkuð eins, mig langar helst bara að sofa allan morguninn í staðin fyrir að fara frammúr en svo um helgar þegar ég get sofið þá finnst mér eins og ég sé að missa af einhverju og vil ekki sofa! Já þetta er frekar skrítið!

Þið eruð þá kannski búin að átta ykkur á því að ég fór s.s frammúr á síðustu stundu í morgun og fékk ég þá bara epli í morgunmat :(

Var í gati í skólanum í dag og skellti mér í 45 mín spinning í Laugum .. shitturinn það var erfitt og í þau skipti sem ég hef haldið því hér fram að ég væri að svitna eins og motherf*** þá var það ekkert miðað við hvað ég svitnaði í dag!
Svitinn í dag fékk mig til að hugsa hvort ég sé nokkuð að drekka nógu mikið vatn .. drekk örugglega alltof lítið sem útskýrir kannski semi-hausverkinn sem ég fæ á kvöldinn hmm ...

Ég hugsaði líka í dag að eftir að ég hætti þessu sykur-hveiti áti þá verð ég ekki eins svöng á daginn .. jákvætt
sem veldur því að ég gleymi stundum að borða .. neikvætt

Það voru bara saklausir afgangar í kvöld .. heilhveitipasta-grænmeti og kjúlli með smá 10% sýrðum rjóma útá til að bleyta þetta smá. Ef þið lumið á hollum sykurlausum dressingum og sósum endilega hendið á mig uppskriftum :)


Hún Telma sem er með Fitubrennsla.is ætlar að hjálpa mér að ná þyngdarmarkmiðinu mínu. Fer að hitta hana á föstudaginn og þá fer allt á fullt að tóna þennan blessaða líkama. Verður spennandi að sjá hvernig samstarfið heppnast .. en ég er mjög bjartsýn og jákvæð! :)

4 comments:

  1. stendur þig vel ;) þú átt eftir að rúlla þessu upp, sérstaklega þegar þú ert komin með nýju bókina haha

    ReplyDelete
  2. haha segðu .. nú verða dagarnir skipulagðir til hins ítrasta! :D

    ReplyDelete
  3. smá forvitni, finnurðu mun á þér eftir þessa átta daga - hvaða mun þá helst?

    ReplyDelete
  4. Sæl Bogga,

    Ég finn þá helst mun hvað ég er léttari í lund, mér líður betur líkamlega (er ekki eins útbelgd og full af viðbjóði) og ég finn minna fyrir svengd og matarskammtarnir hafa minnkað.

    ReplyDelete