Sunday, January 6, 2013

Helgin (dagur #4 & #5)

Helgin byrjaði svo sannarlega þrusuvel .. drattaðist frammúr kl 9 á laugardagsmorgninum og skellti mér í Buttlift! Það er náttúrulega bara ótrúlegt hvað hún Kristjbörg sem kennir tímann er mögnuð .. ég held að það hafi ekki verið dropi eftir af vökva í líkamanum eftir tímann .. harðsperrurnar eru líka svakalegar núna! ..

Skellti í mig uppáhalds próteinsjeiknum mínum eftir æfingu ..
200 ml mjólk
1 skeið súkkulaðiprótein
1 banani
4 frosin jarðaber
6 frosin hindber
Dass af grófu kókosmjöli
4 klakar
Mixað vel og vandlega í blandara .. smakkast eins og sjeik :-D

Fór svo og hitti vinkonur mínar og elduðum við alveg svakalega góða ítalska grænmetissúpu í hádegismat og það var auðvitað bragðað á fínu bollunum sem ég bakaði daginn áður *nommnomm*
Verð að fá uppskriftina af súpunni til að setja hérna inn fyrir ykkur!

Í kvöld eldaði ég gamla góða túnfisk-pasta-salatið mitt .. mjöög þægilegt þegar maður er kannski ekki í neinu svaka eldunarstuði.

Ég sýð þá bara eitthvað sirka magn af heilhveitipasta (ég elda samt alltaf of mikið .. það er eitthvað í genunum)
Sker niður allt það grænmeti sem mig langar í.
Set túnfisk útá, fetaost, fræblöndu og smá hvítlauks-jógúrtsósu!
Gæti ekki verið einfaldara :)

Það er smá kvíði í gangi fyrir næstu viku, þá byrjar skólinn og vinnan á fullu og það verður spennandi að sjá hvernig mér tekst að samræma þetta allt saman .. það verður örugglega erfitt til að byrja með en svo þegar rútínan er komin í gang þá á þetta vonandi bara eftir að rúlla :)

 Þangað til næst .. ;)

1 comment:

  1. Ég ætla að prófa þennan sjeik á morgun :)

    Kveðja,
    Sólrún Perla

    ReplyDelete